Róaðu þig niður með kamillulínunni okkar og hreinsaðu burtu farða, augnfarða og óhreinindi af húðinni eftir dagsins önn. Þessi lína hentar vel fyrir viðkvæma húð og augu þar sem Kamillan er þekkt fyrir sína róandi eiginleika. Ásamt því að hreinsa húðina nærir þessi lína hana einng svo húðin verður bæði hrein og mjúk.