Bættu smá C vítamíni í lífið. Þessi magnaða vörulína frískar upp á þreytulega húð og færir henni aukinn ljóma. Innan þessarar línu finnur þú andlitshreinsa og tvenns konar andlitskrem, augnkrem serum og fleira. Frískandi sítrusilmurinn hressir svo huga og sál, og með því að nota saman serumið og Intense dagkremið geturðu aukið ljóma húðarinnar um 30%.