Í gegnum árin hefur The Body Shop alltaf komið með skemmtilegar nýjar baðvörulínur sem henta sérstaklega vel hverri árstíð og nú eru jóla/vetrarbaðlínurnar komnar í verslanir. Í ár eru þrjár dásamlegar línur í boði og hægt að velja á milli sturtusápu, krema fyrir hendur og líkama og tveggja body mista. - Cranberry Crush ilmurinn er samsettur úr blöndu af trönuberjum, blóðappelsínum, engifer og mintu ásamt örlítilli vanillu og elderflower, virkilega ferskur og fínlegur ilmur. - Sugarplum Passion er bjartur og frísklegur ilmur sem býr þó líka yfir mýkt enda er hann samsettur úr sætum plómum, hindberjum og greipaldin, ásamt amber, kasmírviði og magnólíublómum. - Caramel Cuddle er yndislegur sætur ilmur af heslihnetukaramellu, vanillu og tonkabaun, blandað fersku bergamot og fresíum.